Súkkulaðikaka í frönskum stíl

Það er alltaf gott að enda máltíðina á góðri súkkulaðiköku en þessa uppskrift fengum við hjá listamanninum Þorra Hringssyni.

Botn
Í 24 cm mót.

  • 85 gr. mjúkt smjör
  • 60 gr. sykur
  • fræ innan úr einni vanillustöng
  • 2/3 úr eggi þeytt (eða 1 mjög smátt egg)
  • 170 gr. hveiti

Smjör/sykur þeytt saman og þá eggi bætt útí. Vanillufræum og hveiti bætt útí. Kælt lítillega (15 mín í ísskáp). Breytt þunnt út með kökukefli á hveitistráðu borði og sett í smurt bökumót. Látið deigið fara upp og yfir hliðarnar. Pikkið botninn. Setjið smjörpappír og baunir/hrísgrjón til að þyngja botninn svo hann lyfti sér ekki. Bakið í c.a. 10 mín og takið þá úr ofninum og fjarlægið baunir/grjón og pappír. Snyrtið hliðar (það sem lafir yfir brúnina) og penslið bökubotninn með þeyttu eggi. Bakið áfram í c.a. 5 mínútur. Lækkið hitann á ofninum í 130° Þá er botninn tilbúinn til að hella súkkulaðiblöndunni í.

  • 400 gr. af súkkulaði (60-70%)
  • 1,5 dl mjólk
  • 2,5 dl rjómi
  • 2 þeytt egg

Súkkulaði brotið í stykki. Mjólk og rjómi hituð að suðu og helt yfir súkkulaðið og hrært í þartil bráðnar. Þá er eggjunum bætt útí. Helt í bökubotninn og bakað í ofni 130° í c.a. 25 mín. Þá er slökkt á ofninum og haft áfram í 30 mín. Kæld og tekin úr mótinu. Borin fram með þeyttum rjóma og sykruðum appelsínuberki.

Deila.