L’Artisan er franska heitið yfir handverksmann og segir til um hvernig Laurent Miquel lítur á þetta suður-franska rauðvín sitt, sem er gert úr þrúgunum Syrah og Grenache.
Dökkrautt, út í blátt, kraftmikiill berjaávöxtur í nefi, sólber og rifsber, heitt, nokkuð kryddað, skarpt, tannískt, þarf smá tíma til að opna sig. Flott matarvín t.d. með lambi og kryddjurtum eða önd með berjasósu.
2.299 krónur. Frábær kaup á því verði.