Hér gerum við sannkallaða hversdags-lúxusmáltíð úr grísakótilettum með því að sækja innblástur í italska eldhúsið.
- 4 grísakótilettur
- 1 msk salvía
- 1 lúka fersk steinselja, söxuð
- 2,5 dl matreiðslurjómi
- 1,5 dl hvítvín
- 50 g rifinn Parmesanostur
- 1 tsk chiliflögur
- smjör
- ólífuolía
- salt og pipar
Kryddið grísakótiletturnar með salti, pipar, chliflögum og salvíu. Hitið smjör og olíu á pönnu og brúnið kótiletturnar vel á báðum hliðum, 3-4 mínútur á hvorri hlið. Hellið hvítvíni á pönnuna og sjóðið niður um rúmlega helming. Bætið þá rjóma og steinselju út á og sjóðið niður á miðlungshita þar til að sósan er farin að þykkna. Í lokin er rifna parmesanostinum blandað saman við.
Berið fram með kartöflumús og ferslu salati. Gott rauðvín með væri t.d. Pieropan Ruberpan.