Pizza með hráskinku og geitaosti

Hér er ein ekta ítölsk pizza með hráskinku, geitaosti, mozzarella og sólþurrkuðum tómötum. Geitaost má finna í betri ostaborðum og ostabúðum og hráskinku í flestum stórmörkuðum.

  • 1 skammtur pizzadeig
  • Pizzasósa (tómatapassata, hvítlaukur, óreganó, olía)
  • 1 bréf ítölsk hráskinka (prosciutto)
  • 8 -10 sólþurrkaðir tómatar, skornir í ræmur
  • 50 g geitaostur
  • 1 kúla ferskur mozzarellaostur
  • ferskt basil

Byrjið á því að útbúa heimatilbúna pizzasósu. Blandið saman ca 3 dl tómatapassata (ítalskt tómatamauk), pressuðum hvítlauk eftir smekk, þurrkuðu óreganó, dreytil af ólífuolíu og smá salti og pipar.

Fletjið pizzadeigið út og smyrjið með sósunni. Dreifið ostunum um botninn og sólþurrkuðu tómötunum.

Bakið pizzuna við 250 gráður í ofni (gjarnan á pizzasteini) þar til að botninn er orðinn stökkur og osturinn bráðnaður.

Raðið skinskusneiðunum á botninn og dreifið söxuðum, ferskum basil yfir. Það má jafnvel rífa smá Parmesan yfir.

Gott rauðvín með væri t.d. hið suður-ítalska Torre del Falco Nero di Troia.

Fjölmargar pizzuuppskriftir til viðbótar má svo finna með því að smella hér.

Deila.