Súkkulaðikaka með heslihnetum

Þessi kaka gæti sómað sér sem eftirréttur í matarboði eða saumaklúbbi. Hún er frá Immu vinkonu minni sem bauð upp á hana í síðasta saumaklúbbi.

  • 175 grömm smjör
  • 175  grömm suðusúkkulaði
  • 2 dl sykur
  • 1/2 -1 dl heslihnetukjarnar
  • 1 dl hveiti
  • 1 tsk kaffiduft
  • 3 eggjarauður
  • 3 eggjahvítur
  • 2-3 dl rjómi
  • jarðaber til skrauts

Bræðið smjörið á pönnu. Brjótið súkkulaðiði í bita og  bræðið í bráðnaða smjörinu. Bætið síðan eggjarauðum og sykri við og þeytið rösklega. Sigtið hveitið og bætið í það fínsöxuðum heslihnetunum og kaffiduftinu. Látið síðan mjölblönduna í súkkulaðiblönduna. Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið þeim i deigið. Látið deigið í 24 cm smelluform og bakið neðst í ofni  við 175-200 gráður í 30 mín. Kælið kökuna í forminu áður en hún er sett á rist. Skreytið með þeyttum rjóma og jarðaberjum.

Deila.