Nautalund með púrtvínssósu

Það er mikilvægt að hafa góða sósu með nautalundinni á borð við þessa kröftugu púrtvinssósu. Fleiri góðar sósur með kjöti má svo finna hér.

  • 2 skalottulaukar, fínsaxaðir
  • 3 dl púrtvín
  • 1 dl balsamikedik
  • 1 dl nautakraftur
  • 2 msk tómatakraftur
  • 1-2 timjanstönglar
  • smjör
  • salt og pipar

Hitið smjör í potti og mýkið saxaða skalottulaukinn á miðlungshita. Hækkið hitann aðeins, bætið balsamikedik út í pottinn og sjóðið niður um 4/5. Bætið þá púrtvíni, nautakrafti, tómatakrafti og timjan út í pottinn og sjóðið niður um að minnsta kosti helming á miðlungshita. Þegar sósan er farin að þykkna þarf að fylgjast vel með henni. Bragðið að lokum til með salti og pipar og pískið matskeið af smjöri saman við í lokin.

Nautalundin

Takið lundina úr ísskáp að minnsta kosti klukkustund áður en hún er elduð þannig að hún sé við stofuhita. Nuddið lundinni upp úr smá ólífuolíu, sjávarsalti, pipar, rósmarín og timjan. Grillið eða steikið í um 3 mínútur á hvorri hlið. Setjið inn í 125 gráðu heitan ofn í um 10 mínútur. Þá ætti hún að vera rare, medium-rare. Leyfið að standa í um 10 mínútur áður en hún er sneidd niður.

Sneiðið niður lundina og setjið á disk. Sáldrið smá Maldon-salti yfir og piprið.

Berið fram með t.d. parmesankartöflum eða kartöflugratin og sykurbaunum.

Með þessu á gott rauðvín afbragðsvel við, t.d. Cotes-du-Rhone á borð við Chapoutier Belleruche.

 

 

Deila.