Þessa uppskrift að súkkulaðiköku fann ég á vafri mínu um netið. þetta er frekar stór uppskrift og kakan er ómótstæðileg. Uppskriftin er í amerískum mællieiningum. Ef þið eruð ekki með bollamál er amerískur bolli rétt tæpir 2,4 dl.
Ég er með fleiri uppskriftir að góðum súkkulaðikökum sem eru ekkert síðri en þessi en það er alltaf smekksatriði hvernig krem fólk vill á þessar kökur eða hvort það vilji krem yfir höfuð. Fyrir þá sem vilja smjörkrem mæli ég með köku sem ég kalla súkkulaðikaka sælkerans. og var alveg stórgóð en það er líka hægt að gera þesa einföldu og fljótlegu súkkulaðiköku sem maður þarf ekkert að hafa fyrir og er með engu kremi.
En hér kemur uppskriftin af þessarri amerísku súkkulaðibombu sem ég ætlaði aldrei að geta hætt að borða. Það er gott að hafa þeyttan rjóma með kökunni.
- 3 bollar hveiti
- 2 1/2 bolli sykur
- 4 1/2 tsk matarsódi
- 1/2 tsk salt
- 1 bolli kakó
- 1 1/3 bolli olía
- 1 1/2 bolli súrmjólk
- 3 stór egg
- 1 1/2 bolli heit sterkt kaffi
Hitið ofnin í 180 gráður. Smyrjið 2 smelliform (ég notaði 24 cm, í uppskriftinni er mælt með 9 tommu formi) með smjöri og dustið með hveiti. Gott er að setja smjörpappír í botninn á smelliforminu til að auðveldara sé að taka hana af forminu.
Blandið saman í stórri skál hveitinu, sykrinum, matarsódanum, salt og kakó. Hrærið vel saman olíu, súrmjólk og eggjum. Bætið kaffinu i bunu út í á meðan hrært er í. Gott er að nota sleif til að skrapa botninn og blanda deiginu vel saman. Bætið að síðustu vanillu út í og hrærið saman.
Bakist í 30 – 35 mín. Stingið hníf í deigið, hann á að koma hreinn út. Athugið að tíminn er svolítið eftir ofni, ég var með mínar eitthvað lengur og þvi öruggast að treysta á hnífinn frekar en klukkuna Leyfið siðan kökunni að jafna sig í 15-20 mín áður en hún er tekin úr forminu.
Krem:
- 340 grömm suðusúkkulaði
- 1 1/2 bolli rjómi (3,5 dl)
Hitið súkkulaðið og rjómann í skál yfir heitu vatni þar til súkkulaðið er bráðnað of blandan orðin smooth)mjúk. Leyfið súkkulaðiblöndunni að kólna við stofuhita. Ég setti hana aðeins inn í ísskáp líka til að það yrði auðveldara að setja hana á kökuna.