Logandi kokteilar á Loftinu

Það er mikið um að vera þessa dagana í veitingahúsalífi borgarinnar. Á kokteilbarnum Loftinu í Austurstræti er til dæmis í heimsókn franskur barþjónn, Alexande Lambert, frá bænum Cognac og sérstakur kokteilseðill í boði þar sem kennir ýmissa grasa.

Lambert notar margvísleg hráefni sem ekki eru algeng á kokteilbörum bæjarins. Við fengum hann til að setja saman alla níu kokteilana á kokteillistanum sem eru í boði.  Í Smooky Mule notar Lambert vodka sem legið hefur í kínverskum telaufum til að daga í sig bragðið og í My Sweety Experience notar hann skemmtilega blöndu af viský og kirsuberjamarmelaði.

Kokteillinn sem að hann kallar sinn „signature“ kokteil heitir Dutch Lady og er hristur saman úr sénifer, Lillet og Dry Curacao. Annar kvenlegur kokteill er rjóma-vodkamartini sem hann kallar Miss Martini. Á boðstólnum eru líka tveir klassískir koníakskokteilar, annars vegar Back to the Origin og hins vegar Brandy Crusta, sem almennt er talinn vera fyrstu koníakslíkjörinn í sögunni. Hvað mesta athygli vekur eflaust Tikki Experience, sem skreyttur er með logandi limesneið en einnig munu margir eflaust sækja í kaffikokteilinn Mexican Espresso sem byggir á Tequila.Í Wine Flower Experience er það hins vegar franska ginið G’vine sem kemur frá heimaslóðum Lamberts í Cognac, sem er notað.

 

Deila.