Kryddlegið lamb með grískri jógúrtsósu

Lambakjötið i þessari uppskrift er bæði látið liggja í kryddlegi og síðan „röbbað“ eða þurrkryddað með kryddblöndu áður en það er grillað. Lambalæri hentar best og það er hægt að nota þetta á heilt læri (gjarnan úrbeinað) sem síðan er grillað eða innralærisbita líkt og hér sem eru sneiddir niður og settir í pítabrauð.

Fleiri uppskriftir að lambakjöti má finna hér

Kryddlögurinn

 • 1 dl rósmarín
 • 4-5 vænir hvítlauksgeirar, pressaðir
 • safi úr einni sítrónu
 • 1 msk óreganó
 • 1 msk rósmarín
 • 1 tsk chiliflögur
 • salt og pipar

Blandið öllu saman og látið lambið liggja í kryddleginum í að minnsta kosti klukkustund. Gjarnan í ísskáp yfir nótt. Það er mjög þægilegt að setja kryddlöginn og kjötinn í frystipoka og snúa honum reglulega.

Þegar búið er að taka kjötið úr marineringu þarf að nudda það með kryddblöndunni.

Kryddblanda

 • 1 tsk paprika
 • 1 tsk „smoked paprika“
 • 1 tsk óreganó
 • 1/ 2 tsk Cayenne pipar
 • salt og pipar.

Blandið saman, nuddið í kjötið og grillið.

Sneiðið kjötið niður. Berið fram með grískri Tzatziki-sósu, salati, niðursneiddum lauk og tómötum. Með þessu hituð eða grilluð pítubrauð.

Deila.