Mouton Cadet í Ryder Cup

Gengið hefur verið frá samkomulagi um að Mouton Cadet verði opinbert vín Ryder Cup golfkeppninnar árin 2014 í Gleneagles og 2018 í Le Golf National skammt hjá París.

Gengið var frá samkomulaginu við hátíðlega athöfn í Chateau Mouton Rothschild í Bordeaux þar sem Jose Maria Olazábal var meðal viðstaddra, en var liðsstjóri evrópska liðsins er sigraði Ryder Cup á síðasta ári.

Deila.