Hamborgari með Chilidressingu

Það er ekki bara hamborgarinn sjálfur sem skiptir máli heldur sósan með honum. Þetta er virkilega góð hamboragadressing með chili og papriku. Og að sjálfsögðu gerum við hamborgarana sjálf og notum heimabökuð hamborgarabrauð.

Hamborgarar

 • 800 g nautakjöt
 • 1 egg
 • 2 msk BBQ-sósa (við notuðu Jim Beam Hickory Brown Sugar
 • 1 tsk salt
 • pipar

Mótið í 4- 6 hamborgara.

Dressing

 • 1 dós sýrður rjómi 18%
 • 1 dl sýrðar gúrkur, fínsaxaðar
 • 1/2 rauður chilibelgur, fræhreinsaður og fínsaxaður
 • 1 tsk paprikukrydd
 • 1/2 tsk Smoked Paprika krydd
 • 1/2 tsk chilikrydd
 • salt og pipar

Blandið öllu saman og geymið í ísskáp í að minnsta kosti klukkustund.

Steikið eða grillið hamborgarana, það er fínt að setja á þá smá ost þegar að þeim er snúið við. Smyrjið neðri hluta brauðsins með Dijon-sinnepi, setjið lauksneiðar, tómata og salatblöð og loks borgarann og vænan skammt af dressingunni.

Fleiri uppskriftir að góðum hamborgurum má finna hér.

Deila.