Two Oceans Pinot Grigio 2012

Þrúgan Pinot Grigio (sem einnig er þekkt undir franska heitinu Pinot Gris) er ræktuð víða nú til dags og þetta ferska og ljúfa hvítvín kemur til dæmis frá Suður-Afríku.

Þægileg, sæt ávaxtaangan, þroskuð gul epli og perur, blómaangan, milt í munni, ávöxturinn ágætlega þéttur, mjúkur fersk sýra gefur víninu líf og lætur það sprikla aðeins. Flottur fordrykkur eða með t.d. asískum mat.

1.599 krónur. Frábær kaup.

Deila.