Balsamikmarineruð nautasteik

Góð nautasteik þarf í sjálfu sér lítið annað en salt og pipar. Svo eru hins vegar líka til marineringar sem að gefa steikinni aðra vídd. Þessi balsamikmarinering er ein af þeim bestu og gefur steikinni hrikalega gott bragð. Steikur sem þessi marinering hentar vel eru ekki síst ribeye og entrecote.

En það sem þarf í kryddlöginn er þetta:

  • 1 dl balsamikedik
  • 1/2 dl ólífuolía
  • 3-4 pressaðir hvítlauksgeirar
  • 2 tsk óreganó
  • 1 tsk paprika
  • 1 tsk timjan
  • 1 tsk chiliflögur’
  • 1/2 tsk cayennepipar
  • sjávarsalt og nýmulinn pipar

Blandið öllu saman og látið steikurnar liggja í kryddleginum í 1-2 klukkustundir. Það er mjög þægilegt að setja kryddlöginn og steikurnar í frystipoka og snúa honum reglulega.

Takið úr marineringunni og grillið.

Með þessu er hægt að hafa margvíslegt meðlæti. Við mælum t.d. með:

Spergilkáli með sítrónu

Blómkáli með sítrónu og parmesan

Kartöflumús með beikoni og bökuðum hvítlauk 

Amerísku „cole slaw“

Fleiri uppskriftir að góðri grillaðri nautasteik má svo finna hér. 

Við mælum með kröftugu rauðvíni með svona steik, til dæmis klassa áströlskum Shiraz á borð við The Futures frá Peter Lehmann. 

 

Deila.