La Granja 360 Tempranillo 2010

Þetta er rauðvín frá svæðinu Carinena í norðausturhluta Spánar úr meginrauðvínsþrúgu þeirra Spánverja, Tempranillo.

Þetta er ágætis, ódýr Tempranillo, þarna eru berjaeinkennin sem eru svo dæmigerð fyrir þrúguna, rifsber og sólber, og smá vottur af fjósi og lakkrís, milt í munni. Kannski ekki ýkja karaktermikið en ágætt fyrir verðið. Til dæmis með grilluðu lambakjöti.

1.699 krónur.

Deila.