Ostborgari með dúndurgóðri hamborgarasósu

Þetta er sannkallaður BBQ-ostaborgari því það er ekki bara ostur ofan á heldur líka í borgaranum sjálfum. Með honum höfðum við hrikalega góða heimatilbúna hamborgarasósu og svo auðvitað heimabökuð hamborgarabrauð. 

Borgararnir 

 • 600 g nautahakk
 • 1 væn lúka gratínostur
 • 1 dl BBQ-sósa
 • 2 tsk laukkrydd
 • salt og pipar

Setjið í skál og blandið öllu vel saman. Mótið fjóra 150 gramma hamborgara og geymið í kæli þar til að þeir eru steiktir eða grillaðir.

Dúndurgóð hamborgarasósa

 • 1,5 dl sýrður rjómi
 • 1 dl majonnes
 • 1 dl tómatsósa
 • 3 msk, mjög fínt saxaðar (nánast maukaðar) sýrðar gúrkur
 • 2 msk Worchestershire-sósa
 • salt og pipar

Blandið öllu saman í skál og geymið í kæli. Best er að gera sósuna með 1-2 klukkustunda fyrirvara og leyfa brögðunum að blandast vel saman áður en hún er notuð.

Bakið hamborgarabrauðin.

Grillið eða steikið borgarana. Setjið  1-2 msk af gratínostinum ofan á þegar að þeim er snúið við. Smyrjið brauðin með hamborgarasósunni og setjið á sneiðar af rauðlauk, tómat, salatlauf og sýrðar gúrkur.

Fleiri hamborgarauppskriftir má finna með því að smella hér.

Með svona borgara er gott að hafa grillaðar eða ofnbakaðar karstöfluskífur eða báta og  kröftugt Nýjaheimsvín úr Cabernet Sauvignon t.d. Indian Wells frá Washington-ríki í Bandaríkjunum.

Deila.