Fullt hús stiga hjá Highland Park

Highland Park viský fékk fullt hús stiga eða 100 stig í smökkunin Ultimate Spirits Challenge sem haldin var í New York á dögunum. Var það 25 ára viskýið frá Higland Park sem náði þeim áfanga en jafnhá einkunn hefur ekki áður verið gefin í smökkuninni.
Fjögur önnur viský frá Highland Park skoruðu einnig yfir 95 stig, 30 ára viskýið fékk 97 stig, 12 ára viský fékk 96 stig, 18 ára viský fékk 95 stig og 15 ára viský 95 stig.
Rúmlega 70 framleiðendur frá 30 ríkjum sendu inn drykki í smökkunina en í dómnefndinni voru margir af helstu sérfræðingum heims á sviði brenndra drykkja.

Deila.