Basildressing

Það skortir eiginlega orð á íslensku yfir klassísku salatsósurnar. Sumir nota enska tökuorðið „dressing“ – aðrir franska orðið „vinaigrette“. En hvað um það, hér er ljúffeng basildressing sem hægt er að nota út á salat eða grillað grænmeti.

  • 1 lúka basillauf
  • 2 dl ólífuolía
  • safi úr 1/2 sítrónu
  • 2 tsk hunang
  • salt og pipar

Byrjið á því að setja basillaufin í matvinnsluvél og saxa þau varlega. Bætið næst sítrónusafanum, hunangi, salti og pipar út í og blandið saman. Á þessu stigi er ágætt að taka sleikju og skafa niður meðfram hliðunum á skálinni í matvinnsluvélinni. Hrærið loks olíuna saman við. Bragðið loks til með meiri sítrónusafa eða hunangi, allt eftir því hvort vantar meiri sýru eða sætu og salti og pipar.

Notið dressinguna strax eða geymið í ísskáp í nokkra daga. Ef hún er geymd þá dofnar fallegi græni liturinn en dressinginn verður jafnframt bragðmeiri.

Deila.