Brownie smákökur

Þessar Brownie smákökur er maður enga stund að gera þegar sætindaþörfin sækir að manni.

  • 300 dökkt súkkulaði
  • 40 gr smjör
  • 1 tsk vanilludropar
  • 35 gr hveiti
  • 1/4 tsk lyftiduft
  • 150 gr sykur
  • 2 egg

Hakkið súkkulaðið. Bræðið smjörið og hrærið 200 grömm  af súkkulaðinu út í þar til það bráðnar.  Hrærið saman egg og sykur þangað til það verður loftkennd.(tæpar 10 mín). Bætið hveitinu og lyftiduftinu út í. Hellið bráðnaða súkkulaðinu út í og síðan afganginn af hakkaða súkkulaðinu og að lokum vanilludropunum.  Leyfið deigin að stífna svolítinn tíma í(cirka 10 mín )áður en litlar kúlur eru mótaðar og settar á smjörpappír og inn í ofn.  Bakist í cirka 10 mín við 180 gráður

Deila.