Merguez-borgarar á pítubrauði með jógúrtsósu

Merguez eru norður-afrískar pylsur sem eru vinsælar á Maghreb-svæðinu, Túnis, Alsír og Marokkó. Þetta eru allt fyrrum franskar nýlendur og þaðan bárust þær til Frakklands og njóta mikilla vinsælda. Flestir þeir sem borðað hafa á couscous-veitingahúsum ættu að þekkja þær. Þessar bragðmiklu pylsur er hægt að gera sjálfur samkvæmt uppskriftinni hér að neðan. Í stað þess að gera „pylsur“ mótum við hins vegar kjötið í hamborgara og grillum (eða steikjum) og höfum með pitabrauði og jógúrtsósu með kóríander. Algjört ljúfmeti.

Merguez

  • 800 g lambakjöt
  •  1-2 msk Harissa
  • 4 hvítlauksgeirar, pressaðir
  • 2 tsk fennel
  • 1 tsk kanill
  • 1 tsk cummin
  • 1 tsk mynta
  • 2 tsk Maldonsalt

Hakkið lambakjötið. Blandið öllu vel saman.  Geymið í kæli. Best er að geyma kjöblönduna í um sólarhring í ísskáp þannig að kjötið marinerist vel í kryddunum.

Mótið í hamborgara og grillið eða steikið.

Jógúrtsósan

Með þessu þarf einnig jógúrtsósu. Notið uppskriftina að kóríanderraita  sem er hér en notið hálfra sítrónu í staðinn fyrir lime (bæði rifinn börk og safa og sömuleiðis er gott að hafa einnig með hálfa lúku af söxuðum myntublöðum.

Berið borgarann fram með grilluðu pítubrauð’i, grænu salati, niðursneiddum tómötum og rauðlauk.

Deila.