La Planta 2011

Það má segja að tveir stílar einkenni nú víngerðina í Ribera del Duero, einu besta rauðvínshéraði Spánar,margir myndu segja því besta. Annars vegar vín í hinum klassíska stíl Ribera, þung, mikil, eikið og þroskuð. Hins vegar vín í alþjóðlegum og nútímalegum stíl, þau eru ekki síður mikil um sig en það er meiri áhersla á ávöxtinn og uppruninn er ekki alltaf eins augljós.

La Planta er tvímælalaust eitt af nýbylgjuvínunum.

Dökkt á lit, mjög þykkur ávöxtur, piprað í byrjun, vanillusykur töluvert eikað, þarna er nýsagaður viður, eftir því sem vínið fær að standa lengur og opna sig færist það út í sultaðan bláberjamassa, feitt, með kakó og lakkrís, nýjaheimslegt og allt að því svolítið ástralskt í stílnum. Vín sem þarf bragðmikinn mat, grillað kjöt í marineringu eða sósu á sumrin, kröftuga pottrétti eða stórsteik að vetri til.

2.599 krónur. Mjög góð kaup.

Deila.