Lime, fiskisósa og chili gefa þessum grilluðu lambakótilettum asískt yfirbragð og hunangið tryggir smá sætu í bland við sýruna.
- lambakótilettur
Kryddlögur
- 1 dl matarolía, t.d. repjuolía
- 2 msk hunang
- 1 msk fiskisósa
- 3-4 hvítlauksgeirar, pressaðir
- 1 rauður chilibelgur, fínt saxaður eða 1-2 tsk chliflögur
- 2 lime, safinn pressaður og börkurinn rifinn
Rífið börkinn af lime-ávöxtunum, ekki rífa of djúpt heldur einungis ysta græna lagið. Pressið safann úr þeim og pressið hvítlaukinn. Blandið öllu saman í stórt fat eða í stóran ziplock-poka. Látið kótiletturnar í fatið/pokann og marinerið í ísskáp í 3-4 klukkustundir.
Takið kótiletturnar úr leginum, saltið og grillið. Stráið söxuðum kóríander yfir áður en þær eru bornar fram.