Baka með sólþurrkuðum tómötum og ólífum

Þetta er baka með gómsætri fyllignu úr sólþurrkuðum tómötum, basil og ólífum sem er fljótlegt að skella í ef von er á gestum.

Byrjið á því að gera bökuskelina/botninn en uppskrift að henni má sjá með því að smella hér. Setjið í bökuformið og geymið í ísskáp.

Fylling:

  • 1/2 dl sólþurrkaðir tómatar
  • 1 dl svartar ólífur
  • nokkur basilblöð
  • 220 gr. rifinn Búri
  • 3 egg
  • 1 dl rjómi
  • ein lúka rifinn parmesanostur
  • salt og pipar

Hitið ofninn í 225 C°.

Forbakið botninn í tíu mínútur. Dreifið  ólífum, sólþurrkuðum tómötum og basilblöðum yfir.  Hrærið saman egg og rjóma, saltið og piprið.  Hellið í bökuna. Dreifið pamesanosti yfir.  Eldið í ofni í 25-35 mínútur

Sjáið fleiri bökur með því að smella hér. 

 

Deila.