Er þetta ostakaka eða er þetta ískaka? Líklega er réttasta skilgreiningin sú að þetta sé frosin ostakaka. En sama hvað, ljúffeng er hún.
- 3 egg
- 1,5 dl sykur
- 2 tsk vanillusykur
- 200 g Philadelphia-ostur
- 3 dl rjómi
- 10 stk hafrakex (McVities Digestive)
- 1 sítróna, safinn pressaður og börkur rifinn
Hrærið saman eggjarauður, sykur og vanillusykur. Blandið Philadelphia-ostinum saman við eggjablönduna. og síðan þeytta rjómanum. Þeytið eggjahvíturnar og blandið saman við. Bætið næst sítrónusafanum og sítrónuberkinum saman við og þeytið vel saman.
Myljið kexið í matnnsluvél. Setjið helminginn af kexinu í botninn á cirka 24 cm lausbotna formi, síðan sítrónublönduna og loks hinn helminginn af kexinu yfir. Setjið inní frysti.
Takið kökuna úr frystinum með smá fyrirvara áður en hún er borin fram.