Nú er sumarið við það að klárast (hvaða sumar? segjum við nú reyndar hér fyrir sunnan). Um að gera að lengja aðeins í tilfinningunni samt og gera einn sumarlegan kokkteil. Þessi er búinn að vera í uppáhaldi hér á bæ síðan við fengum hann í Ástralíu fyrir nokkrum árum. Þar kallast hann Love in the Afternoon.
- 30 ml dökkt romm (allt í lagi að nota ljóst, gerum það yfirleitt)
- 30 ml coconut cream, því þykkara, því betra.
- 30 ml ferskur appelsínusafi
- 15 ml rjómi
- 15 ml sykursíróp (niðursoðið vatn og sykur en við notum stundum hlynsíróp eða bara Tate&Lyle)
- 5 meðalstór jarðarber
- klaki
Allt þeytt saman í blandara eða matvinnsluvél, ekki of lengi, gott að hafa jarðarberin í litlum bitum en ekki alveg í mauki.
Borið fram í háu glasi, skreytist að vild.