Nýr bloggari: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Systrapörin sem blogga á Vínótekinu eru nú orðin tvö því að nýjasti bloggarinn okkar, Hildigunnur Rúnarsdóttir er systir Hallvegar sem fyrir er sem bloggari.

Hildigunnur Rúnarsdóttir er tónskáld, tónlistarkennari og söngvari. Hún býr með manni og þremur börnum (tja dæturnar reyndar eiginlega að verða fullorðnar) við Njálsgötuna, sem sagt listamaður í 101 Reykjavík, drekkur þó ekki latté.

Hefur haldið matardagbók  (nei ekki kalóríutengda) síðan 1993, getur sem sagt flett upp á hvað var í matinn á hverju kvöldi síðustu 20 árin. Eitthvað slæðist inn af tilraunaréttum, helst ekki minna en einn slíkur á viku og helst fleiri.

Deila.