Þessa var ég með í gærmorgun í föstudagskaffinu á vinnustaðnum. Búin að vera í uppáhaldi síðan ég nældi í uppskriftina hjá kórfélaga í Danmörku fyrir fleiri árum en ég kæri mig um að muna.
150 g. suðusúkkulaði
150 g. heslihnetur
100 g. sykur
3 egg
Egg og sykur þeytt saman uns ljóst og létt. Hnetur og súkkulaði saxað smátt (ríf það í matvinnsluvélinni) og blandað við eggjahræruna. Bakað í vel smurðu tertuformi við 200° í 25 mínútur. Athugið, kakan á ekki að þorna, enginn gaffall-kemur-upp-hreinn neitt. Bara trúa tímasetningunni.
Skreytt með þeyttum rjóma og ávöxtum árstíðarinnar. (Helst vatnsmelóna mjög fersk og góð)
Albert Eiríksson hjá albert eldar á síðan heiðurinn af samsetningunni. Samvinna uppskriftasíðna er hið besta mál.
Fékk svo feginsandvarp frá vinnufélaga að þetta væri ekki hrákaka…