Castelforte Appasimento 2011

Þetta þriggja lítra kassavín frá Castelforte er frá Veneto á Norður-Ítalíu og hefur verið gífurlega vinsælt á Norðurlöndunum, t.d. í Svíþjóð. Það er franska þrúgan Merlot sem er notuð og er vínið því flokkað sem Rosso Veneto. Vínið er gert með appasimento-aðferðinni en þá eru þrúgurnar þurrkaðar áður en þær eru pressaðar. Þarna er verið að líkja eftir Amarone-aðferðinni þó óneitanlega sé um mun einfaldara vín að ræða. Þetta er fyrir vikið kröftugra og áfengara vín en flest önnur kassavín, heil 14%.

Heitur og sætur ávöxtur, þurrkaður ávöxtur, rúsínur, sæt kirsuber. Ávöxtur í munni dökkur, töluvert sætur, nokkur sýra, greinanleg eik.

6.634 krónur.

Deila.