Spænska hráskinkan er nokkuð frábrugðin þeirri ítölsku og að mati margra sú besta sem er til. Einfaldari skinkan er flokkuð sem Serrano en þær betri sem Iberico, stundum kenndar við þorpið Jabugo. Hún er oftast borðuð með katalónsku tómatabrauði en er einnig hrikalega góð á pizzu til dæmis með gráðaosti og valhnetum eins og hér.
- pizzadeig (smellið til að sjá uppskrift)
- pizzasósa (smellið til að sjá uppskrift)
- 75-85 g spænsk hráskinka, Serrano eða Jabugo
- 2 stórar mozzarellakúlur
- 75 g gráðaostur
- væn lúka af valhnetum
Fletjið botninn út og smyrjið með tómatasósunni. Skerið mozzarellakúlurnar í sneiðar og dreifið um botninn. Myljið gráðaostinn yfir botninn. Grófmyljið valhnetukjarnana (t.d. með því að kreista þá) og dreifið yfir. Raðið loks skinkusneiðunum yfir botninn.
Bakið við hæsta mögulega hita í ofni eða á grilli þar til botninn er eldaður og ostarnir bráðnaðir. Best er að nota pizzastein til að ná stökkum og fínum botni.