Coto Vintage Crianza 2009

Coto Vintage er meira „módern“ rauðvín en flest önnur Coto-vínin sem eru í hefðbundna stílnum. Þrúgurnar eru kældar þegar þær koma í vínhúsið og haldið köldum um tíma til að tryggja ferskan og mikinn ávöxt. Eftir víngerjunina er vínið síðan geymt á tunnum úr amerískri eik sem setur töluvert mikið mark á vínið. Loks er þetta fyrsta rauða Rioja-vínið sem var lokað með skrúfuðum tappa.

Þetta er auðvitað Crianza, ungt og bjart en það hefur yfir sér annað yfirbragð en flest önnur Crianza-vín. Ávöxturinn kröftugur og ferskur, kirsuber, brómber jafnvel plómur. Mikil vanilla umlykur vínið bæði í nefi og munni, þarna er líka súkkulaði og krydd, það er þykkt og þægilegt. Með rauðu kjöti.

1.999 krónur. Frábær kaup. Fær fjórðu stjörnuna fyrir frábært hlutfall verðs og gæða.

Deila.