Georges Duboeuf Beaujolais 2011

Helsta einkenni Beaujolais-vínanna er hvað þau eru fersk, létt og sjarmerandi. Þetta eru vín frönsku bistro-veitingahúsanna í París og Lyon, létt og þægileg. Yfirleitt er best að bera þau fram örlítið kæld, það er undir 18 gráðum.

Þetta vín frá Duboeuf er skólabókardæmi um vel gert, einfalt Beaujolais. Bjartur berjaávöxtur, jarðarber, hindber,  rifsber, smá krydd. Glaðvært, mild tannín og þægilegur, bjartur og ágætlega þéttur ávöxtur. Með kjúkling og ostum.

1.999 krónur. Góð kaup.

Deila.