Leonardo Chianti 2011

Cantine Leonardo da Vinci er vínsamlag sem nokkrir tugir vínbænda í kringum bæinn Vinci í hjarta Chianti í Toskana stofnuðu á sjöunda áratug síðustu aldar.

Þetta er bjart og bara ágætlega kröftugt Chianti-vín, dökkur, sætur ávöxtur, kirsuber ríkjandi, lyng, svolítið kryddað. Þykkt, með þroskuðum ávexti í munni, mjúk og fín tannín. Matarvín.

1.999 krónur. Mjög góð kaup.

Deila.