Vina Albali Crianza 2008

Þótt svæði á borð við Rioja og Ribera séu þekktustu vínhéruð Spánar er það á hásléttunni sem að hjarta spænsku víngerðarinnar er að finna, ekki síst í kringum bæinn Valdepenas. Líkt og víða annars staðar er það þrúgan Tempranillo sem er hvað algengust líkt og í þessu víni frá vínhúsinu Felix Solis.

Albali er með vinsælli vínum Solis víða í Evrópu, þetta er mjúkur og nokkuð þroskaður Tempranillo, sem hefur legið í sex mánuði á amerískum eikartunnum. Angan vínsins er krydduð, heitur, mjúkur berjaávöxtur, plómur, sólber. Í munni mjúkt, eikin áberandi, kryddað. Ágætis ódýr valkostur við Rioja. Með rauðu kjöti.

1.895 krónur. Góð kaup.

Deila.