Pizza með parmaskinku og furuhnetum

Parmaskinka er klassísk á pizzuna ásamt klettasalati og hér bætum við líka ristuðum furuhnetum við sem kemur afskaplega vel út. Við notuðum hnoðlaust pizzadeig en uppskriftina af því finnið þið hér.  Við mælum einnig með því að nota heimatilbúna pizzasósu. Sjá uppskrift hér.

  • 2 stórar mozzarellakúlur
  • parmaskinka
  • klettasalat
  • ristaðar furuhnetur, væn lúka
  • parmesan ostur
  • góð olífuolía

Fletjið deigið út. Smyrjið pizzasósunni á, skerið mozzarella-kúlurnar í sneiðar og setjið á pizzuna.  Bakið pizzuna inn í ofni á 250 gráður í cirka 10-12 mínútur eða þar til að botninn er orðinn stökkur og fínn og osturinn hefur bráðnað. Takið hana þá út úr ofninum og dreifið klettasalatinu,  parmaskinkunni, furuhnetunum og rifnum parmesanosti yfir. Hellið smá af hágæða ólífuolíu yfir og berið strax fram.

Allar pizzauppskriftir má finna hér.

Deila.