Hnoðlaust deig

Það er hægt að gera pizzadeig á margvíslegan hátt. Hér er uppskrift af deigi sem þarf ekki að hnoða – eða að minnsta kosti varla –  en galdurinn er að láta það hefa sig í dágóðan tíma. Þessi uppskrift passar vel í 2 ágætlega stórar pizzur.

  • 500 grömm hveiti
  • 1/4 tsk þurrger
  • 1/2 -1 tsk salt
  • 3,5 dl vatn

Blandið öllu vel saman. Deigið á að vera nokkuð klístrað. Setjið í skál og plast eða lok yfir. Leyfið deiginu að hefast í cirka 18 klukkustundir.

Þegar deigið er búið að hefa sig setjið þið smá hveiti á borðið og brjótið það nokkrum sinnum saman, þ.e. leggið einn enda yfir hinn, þar til að það myndar kúlu.  Skiptið því síðan í 2 hluta, leyfið því að standa í klukkustund og fletjið  síðan út á bökunarpappír. Það er gott að skera pizzuna í hringlaga form með pizzuskera.

Smyrjið pizzasósu og setjið áleggið á pizzuna.

HItið pizzastein í ofni. á hæsta mögulega hita, ca 250 gráðum. Þegar steinninn er orðinn mjög heitur lyftið þið pizzunni upp á bökunarpappírnum og smeygið henni á pappírnum ofan á pizzasteininn. Bakið í 10-12 mínútur eða þar til botninn er orðinn stökkur og osturinn hefur bráðnað.

Allar pizzauppskriftirnar okkar má svo sjá með því að smella hér.

Deila.