Mazurek – Pólsk möndlu- og appelsínukaka

Þetta er ljúffeng kaka, ættuð frá Póllandi og svolítið ólík þeim sem að við eigum að venjast. Botninn er muldum möndlum og hann er fylltur með appelsínu- og sítrónublöndu með sírópi.

Botninn:

  • 225 g möndlur
  • 225 g sykur
  • safi úr einni sítrónu

Hitið ofninn í 140 gráður. Myljið möndlurnar í fínt duft í matvinnsluvél. Blandið saman við sykurinn og sístrónusafann. Smyrjið um 23 sm bökuform með lausum botni. Setjið bökunarpappír í formið þannig að það nái aðeins upp fyrir kantana. Setjið möndlumassann í formið og bakið í um 30 mínútur eða þar til að botninn er orðinn stökkur en áður en að hann byrjar að dökkna. Takið út og geymið.

Fylling

  • 2 appelsínur
  • 1 sítróna
  • 1,2 dl vatn
  • 450 g sykur

Rífið niður appelsínurnar og sítrónuna með berki á grófu rifjárni. Sumar matvinnsluvélar eru með rifjárnsblað, annars er bara að handrífa. Passið að taka steinana úr.

Blandið vatni og sykri saman á pönnu eða í potti og sjóðið þar til að úr verður síróp, ca tíu mínútur.

Blandið saman ávaxtablöndunni og sírópinu. Setjið í botninn. Geymið í ísskáp. Sáldrið möndluflögum yfir áður en kakan er borin fram.

 

 

Deila.