Marques de Casa Concha Cabernet Sauvignon 2011

Casa Concha línan frá Concha y Toro í Chile er alla eitthvað sem hægt er að stóla á og 2011 árgangurinn af Cabernet Sauvignon-víninu er ágætt dæmi um það.

Liturinn er dökkur, djúpur og dimmfjólublár. Í nefi sæt viðarlykt, vanilla, balsamviður, fjólur og dökkur berjaávöxtur, sólber og bláber. Undirliggjandi hófstillt mynta líkt og er svo algeng í Cabernet-vínum frá Chile. Öflugt í munni, kröftug tannín, vel strúktúrerað og langt. Hörkuvín sem kallar á rautt kjöt, t.d. vel hangna nautasteik.

2.999 krónur. Frábær kaup.

Deila.