J. Lohr Seven Oaks Cabernet Sauvignon 2010

Paso Robles er eitt af elstu víngerðarsvæðum Kaliforníu. Það er nokkurn veginn mitt á milli San Francisco og Los Angeles og fyrsti vínviðurinn var gróðursettur þar á nítjándu öld. Svæðið hefur verið að sækja í sig veðrið á síðustu árum og er það víngerðarsvæði Kaliforníu sem vaxið hefur hvað hraðast undanfarið.

J. Lohr Seven Oaks er kalifornískt í bak og fyrir, Dökkt á lit með kröftugri, sætri angan, kaffi og þroskaður dökkur ávöxtur, sólber og bláber, i munni þykkt og mjúkt, nokkuð eikað með sætum, sólbökuðum og þroskuðum ávexti.

3.554 krónur.

Deila.