Cono Sur Sauvignon Blanc Reserva Especial 2012

Cono Sur er vínhús í Chile sem hefur getið sér orð fyrir að vera umhverfisvænt en ekki síður fyrir að framleiða mjög athyglisverð vín, bæði hvít og rauð.

Þetta Sauvignon Blanc er eiginlega bara unaðslegt, ferskt, grösugt, ávaxtaríkt, suðrænt. Í nefi nokkuð skarpur límónúávöxtur, safi og börkur, grænn aspas og ástaraldin, skarpt og ferskt í munni, kryddað með sítrus, greip og lime. Reynið með sushi.

2.280 krónur. Frábær kaup á þessu verði.

Deila.