Gulrótarmúffurnar frá Hummingbird

Hummingbird bakaríð í  Notting Hill í London er löngum orðið þekkt fyrir sínar girnilegu og fallegu kökur. Hér er uppskriftin að gulrótarmúffunum þeirra

 • 300 grömm púðursykur
 • 3 egg
 • 3 dl sólblómaolía
 • 300 grömm hveiti
 • 1 tsk matarsódi
 • 1 tsk lyftiduft
 • 1 tsk kanil
 • 1/2 tsk engifer
 • 1/4 tsk negull
 • 1/4 tsk cumin
 • 1/2 tsk salt
 • 1 tsk vanillusykur
 • 300 grömm rifnar gulrætur

Blandið saman púðursykri, eggjum og olíu og hrærið saman í hrærivél. Setjið næst  þurrefnin út í blönduna og hrærið áfram. Blandið að lokum rifnu gulrótunum saman við.

Setjið í múffuform og bakið við 170 gráður í 15-20 mínútur.

Krem

 • 600 flórsykur
 • 100 grömm mjúkt smjör
 • 125 mjúkur rjómaostur

Blandið öllu saman og hrærið  í hrærivél í dágóðan tíma.

Setjið kremið á múffurnar.

Deila.