Haukur bloggar: Årh Hvad!?

Bjórarnir frá Mikkeller hafa verið á mikilli uppleið á Íslandi á undanförnum árum og við höfum áður bæði tekið viðtal við Mikkel og einnig fjallað um bjórana hans.

Årh Hvad!? er einn af Mikkeller bjórunum sem fást í ÁTVR. Nafnið er engin Þetta er því “tribute” bjór. Það er ekki hægt að kalla þetta eftirhermu þar sem þessi bjór er ögn hærri í áfengi en Orval. Það væri nærri lagi að segja að Orval sé innblásturinn og Årh Hvad!? heiðri Orval.

Líkt og með Orval að þá er gerið í aðalhlutverki. Orval er frægur fyrir að vera gerjaður með Brettanomyces villigeri. Brettanomyces er villt ger og eykur dýpt bjórsins og skilur eftir margslungið eftirbragð. Bjórar með Brettanomyces gerinu eru oft kallaðir “funky” bjórar enda eiginleiki gersins margþættur, lítið verður eftir af sætu í bjórnum og því er eiginleiki “funky” bjóra oft þurr. Dýptin gerir bjórinn flókinn og gerið brýtur niður flóknari sykur og lifir lengur í bjórnum en hefðbundið öl ger. Í víni er Brettanomyces oftast aðskotahlutur en margir bruggarar taka þessum skemmtilega karakter fagnandi.

Í lyktinni finnst þessi “funky” karakter mjög vel. Hér eru útihús, fjós og ryk ásamt örlitlum ávaxtakeim. Á tungu er bjórinn þurr, með talsvert líflegri kolsýru með þurrk og beiskju í endann. Yfir heildina er hann afar fínlegur. Þessi bjór er ekki ódýr en hann bætir það upp með fínleikanum. Einn af betri bjórum sem fást hér á landi.

Deila.