Rósakál með parmesan og hvítlauk

Rósakál er vinsælt vetrargrænmeti og hentar vel sem meðlæti með margskonar réttum. Það á vel við margskonar kjötrétti, hvort sem er lambakjöt eða villibráð á borð við gæs og hreindýr.

  • rósakál
  • hvítlaukur
  • rifinn parmesanostur
  • ólífuolía
  • salt og pipar

Skolið rósakálið vel, hreinsið ystu blöðin frá ef þau eru visnuð eða ljót og skerið endann af hnúðunum.  Grófsaxið síðan rósakálið og setjið í eldfast fat. Saxið 2-3 væna hvítlauksgeira og blandið saman við ásamt vænum skammti af ólífuolíu. Saltið og piprið. Blandið öllu vel saman.

Eldið í ofni við 200 gráður í um 20-25 mínútur eða þar til rósakálið fer að taka á sig lit.

Rífið parmesanostinn niður, ca 2 vænar lúkur af rifnum osti. Takið fatið úr ofninum. Blandið rifna ostinum saman við og eldið áfram í 2-3 mínútur.

Fleiri uppskriftir að meðlæti finnið þið með því að smella hér.

Deila.