Eplakaka á grillið

Það er hægt að gera margt á grillinu annað en að grilla steikur. Grillið er hægt að nota sem ofn og gera pizzur eða þess vegna kökur. Þessi góða eplakaka er rril dæmis ofureinföld. Þú setur hana á grillið þegar að búið er að grilla aðalréttinn og hún er tilbúin þegar að komið er að eftirrétti.  Það má svo auðvitað líka setja hana í ofninn og baka hana með hefðbundnum hætti.

Deigið:

 • 70 grömm  smjör
 • 1 1/4 bolli hveiti
 • 1 1/4 tsk lyftiduft
 • 1/2 bolli sykur
 • 1/2 tsk salt
 • 1/4 tsk kanill
 • 1/8 tsk negull
 • 1/2 bolli mjólk
 • 2 egg
 • 1/2 tsk vanilludropar

Ofan á

 • 1  grænt epli, Granny Smith
 • 2 msk  púðursykur
 • 1/4 tsk kanill

Blandið saman hveiti og lyftidufti í skál og geymið. Bætið sykrinum,salti ,kanil og negul saman við. Skerið smjörið í litla bita og setjið í skálina. Hnoðið smjörinu og hinum hráefnunum saman. Best er nota hendurnar til þess. næst saman Blandið saman mjólkinni, eggjunum og vanilludropu og hrærið vel saman. Ekki hafa neinar áhyggjur þó það séu einstaka kögglar í deiginu.

Smyrjið næst 20-22 cm form og hellið  deigið í það.

Afhýðið og skerið eplið í litla báta og stingið ofan í deigið í formnu. Blandið loks kanilnun og sykrinum saman og stráið yfir.

Þá er komið að því að setja eplakökuna á grillið. Hún þarf að vera á óbeinum hita og hitinn þarf að vera á bilinu 175-225 gráður. Slökkvið á 1-2 brennurum, allt eftir því hvað grillið er stórt og hafið formið ofan á lokuðu brennurunum. Lokið grillinu og bakið í um 20 mínútur. Þá er gott að snúa forminu aðeins til að jafna hitann undir kökunni. Bakið áfram í um 20 mínútur til viðbótar. Athugið að endanlegur bökunartími ræðst auðvitað af því hversu mikill hiti er á grillinu.

Athugið hvort kakan sé tilbúin með því að stinga í hana. Leyfið henni að jafna sig í nokkrar mínútur áður en að hún er borin fram.

Berið fram með þeyttum rjóma eða vanilluís.

Deila.