Villa Wolf Pinot Noir 2013

villa wolfErnst Loosen er líklega þekktasti víngerðarmaður Þýskalands og þótt að uppruni hans sé Móseldalnum hefur hann látið til sín taka víðar, jafnt utan sem innan Þýskalands. Fyrir nokkrum árum festi hann kaup á víngerðarhúsi í Pfalz, sem er heitasta víngerðarsvæði Þýskalands, og framleiðir þar vín undir merkjum Villa Wolf.

Pinot Noir er rauðvínsþrúga sem að dafnar best í tempruðu loftslagi og því unir hún sér ágætlega á heitari víngerðarsvæðum Þýskalands, s.s. Pfalz og Baden. Fallegur bjartur, rauður litur, í byrjun míneralískt í nefi en þegar vínið byrjar að opna sig springur það út með unaðslegri kirsuberja og jarðarberjaangan sem skilar sér að fullu í mjúkum og nokkuð þykkum ávexti í munni. Flott vín.

 

80%

2.495 krónur. Mjög góð kaup. Vín með hvítu kjöti, kæfum og mildum ostum.

  • 8
Deila.