Joseph Mellot Pouilly-Fumé le Chant des Vignes 2014

IMG_0095Joseph Mellot er vínhús í Mið-Frakklandi sem á sér langa sögu. Vínrækt Mellot-fjölskyldunnar er fyrst skráð árið 1513 og vínhúsið er nú orðið með þeim stærri í þessum hluta Frakklands og undir stjórn Catherine Corbau-Mellot hefur það haldið áfram að vaxa og bæta við sig í eignum víða í Loire. Uppruni Mellot-vínanna er hins vegar í Sancerre og nágrannasvæðinu Pouilly-Fumé.

Le Chant de Vignes er nútímalegt og ferskt vín þar sem þrúga svæðisins, Sauvignon Blanc, fær að njóta sín vel. Suðrænn ávöxtur er nokkuð ríkjandi, lyche og sítrus-ávöxtur, greip og lime, míneralískt í bland við ávöxtinn með þéttan, þurran og góðan endi.

80%

3.350 krónur. Mjög góð kaup.

  • 8
Deila.