Parmaborgari

Það er algengt að setja beikon á borgarann en hann verður svolítið meira lúxus með því að nota Parmaskinku í staðinn, ásamt hvítlauksaioli og Country Ketchup.

Fyrst gerum við borgarana:

  • 600 g nautahakk
  • 1 msk Worchestershiresósa
  • 1 tsk laukduft
  • 1 tsk sjávarsalt

Blandið varlega saman og mótið 4 x 150 gramma hamborgara með hamborgarapressu. Geymið í ísskáp þar til að borgarnir eru heldaðir. Með því að kæla þá verða borgararnir þéttari og haldast betur saman við eldun.

Grillið eða steikið borgarana.

Nú þurfum við með þessu hamborgarabrauð. Það er langbest að elda brauðin sjálfur og uppskriftin okkar að hamborgarabrauðum sem ekki klikka er hér.

Við þurfum líka hvítlauksaioli. Það er einfaldasta mál í heimi að gera. Gerið einfaldlega heimatilbúið majonnes samkvæmt uppskriftinni hér og bætið við 2 pressuðum hvítlauksrifum í lokin á sama tíma og sítrónusafinn, saltið og piparinn.

Skerið brauðin í tvennt. Penslið báðar hliðar með olíu og grillið brauðið létt í eina mínútu eða svo. Smyrjið hvítlauksaioli á aðra sneiðina. Leggjið borgarann ofan á. Setjið góðan skammt af Stonewall Kitchen Country Ketchup ofan á og sneið af Parmaskinku. Lokið borgaranum.

 

Deila.