Sætkartöflusalat með dillsósu

Kartöflusalat er alltaf vinsælt grænmeti og það er hægt að auka fjölbreytnina með því að nota stundum sætar kartöflur í stað þeirra venjulegu. Hér er eitt slíkt salat.

  • 2-3 sætar kartöflur
  • 1 laukur (gulur eða hvítur)
  • 1 lúka dill
  • 3 msk grísk jógúrt
  • 3 msk majonnes
  • 1/2 dl rauðvínsedik
  • ólífuolía
  • salt og pipar

Flysjið kartöflurnar og skerið í litla teninga. Setjið í fat, hellið ólífuolíu yfir og eldið í um 20-25 mínútur í 200 gráða heitum ofni.

Takið kartöflurnar úr ofninu, setjið í skál, hellið edikinu yfir kartöflubitana, blandið saman og leyfið síðan að kólna.

Blandið saman jógúrt, majonnesi, og fínt söxuðu dilli. Saltið og piprið. Skerið laukinn í þunnar sneiðar.

Blandið lauknum saman við kartöflubitana þegar þeir hafa kólnað og síðan jógúrtblöndunni. Geymið á köldum stað þar til salatið er borið fram.

Deila.