Anne de Laweiss Crémant de Alsace Brut

img_3298Anne de Laweiss er heiti vína frá vínsamlaginu í Kientzheim-Kayserberg í Alsace í norðausturhluta Frakklands. Þetta vín er svokallaður Crémant en það eru freyðivín frá öðrum svæðum en Champagne sem engu að síður eru framleidd með sömu aðferð og hin eiginlegum kampavín. Fölgult með grænum tónum, græn og gul epli í nefi, sítrus, svolítið grösugt, freyðir með mildum og þægilegum hætti, þurrt og þétt. Mjúkt og þægilegt freyðivín.

70%

2.390 krónur. Mjög góð kaup.

  • 7
Deila.