Villa Antinori Bianco 2015

img_3288Hvítvínið í Villa Antinori-línunni hefur tekið margvíslegum breytingum í gegnum árin, rétt eins og rauðvínið. Það hafa verið tímabil sem maður hefur ekki verið alveg sáttur við vínið, toskana-þrúgan Trebbiano getur verið fremur hlutlaus, en nú er vínið að koma ansi hreitt sterkt inn aftur, fimm þrúgur í blöndunni, Trebbiano, Malvasia, Pinot Blanc, Pinot Grigio og örlítill Riesling.

Fersk og aðlaðandi sítrus angan, sítróna og greip, græn epli og smá melóna, grösugt, ferskt og þægilegt. Góð sýra.

70%

1.999 krónur. Mjög góð kaup.

  • 7
Deila.