Matur og drykkur á bæjarhátíð í Barcelona

Veitingastaðurinn Matur og Drykkur verður með pop-up viðburð þann 24 september næstkomandi í
tilefni af stærstu bæjarhátíð Barcelona, La Mercé.
Hátíðin er stærsta menningarhátíð Barcelonaborgar og er haldin einu sinni á ári. Þetta árið hefur
Reykjavík verið valin vinaborg Barcelona á hátiðinni. Þarna munu kokkarnir frá Mat og drykk reiða fram það besta úr íslensku hráefni og matarhefðum og kynna fyrir boðsgestum. Matur og drykkur hefur frá opnun verið leiðandi afl í norrænni matargerð á Íslandi og hafa notað séreinkenni íslensks hráefnis í sinni matargerð með því að gæða gamla rétti nýju lífi.

Annar tilgangur með þessum viðburði er að tengja saman íslenska og spænska listamenn og fagna því
að Reykjavíkurborg er með stórt hlutverk á La Mercé í tónleikahaldi, listsköpun og menningu.
Dj BenSol mun sjá um að þeyta skífum. Öllum íslensku listamönnunum, Höfuðborgarstofu og Íslandsstofu verður boðið á þennan viðburð ásamt spænskum listamönnum og blaðamönnum.
Viðburðurinn verður haldinn í Wer-Haus sem er gallerí og veitingastaður á besta stað í Barcelona.
Nánar um hátíðina má lesa með því að smella hér.

Deila.