Alta Vista Classic Malbec 2016

Vínhúsið Alta Vista í Mendoza í Argentinu er nú aftur mætt til leiks á Íslandi eftir ansi margra ára hlé, eitt af nokkrum vínhúsum Argentínu sem eru í franskri eigu.

Classic er byrjunarlína hjá Alta Vista og þetta er ungur og þægilegur Malbec. Þykkur, kryddaður ávöxtur, blómaangan, svolítið piprað. Mild tannín, ferskt. 

70%

2.199 krónur. Mjög góð kaup. Með grillkjöti.

  • 7
Deila.